Um okkur

Handbragd.is er lítið fjölskyldufyrirtæki í eigu Hafrúnar Ýrar Halldórsdóttur og Atla Einarssonar. Markmiðið okkar er að auðvelda aðgengi fyrir hinn hefðbundna handavinnuunnanda að hágæða vörum sem ætlaðar eru til að handlita garn. Handlitað garn er alltaf að verða vinsælla enda í flestum tilfellium virkilega fallegar vörur. En hvern langar ekki að geta litað sitt eigið garn? Það hefur allavega verið lengi á óskalistanum hjá Hafrúnu og út frá því varð hugmyndin af þessari netverslun til.

Með tíð og tíma er stefnan jafnframt að bjóða uppá námskeið í handlitun á garni.