Skilmálar

Eftirfarandi skilmálar eru samþykktir með staðfestingu á kaupum og greiðslu fyrir viðskiptin.


Almennt:

Handbragð.is áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða uppá vörur fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

Leiðbeiningar eru aðeins til einkanota. Óheimilt er að fjölfalda, afrita eða endurselja leiðbeiningarnar að hluta eða í heild. 


Afhending vöru og sendingarkostnaður:

Allar vörur eru afgreiddar næsta virka dag eftir að pöntun er staðfest með greiðslu. Sé varan ekki til á lager verður haft samband og tilkynnt um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Öllum pöntunum er dreift af Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Handbragð.is ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því varan er afhend fluttningsaðila er tjónið á ábyrgð kaupanda. 


Skilafrestur og endurgreiðsluréttur:

Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að vörur séu ónotaðar og þeim skilað í upprunalegu ástandi ásamt kvittun eða skilamiða. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Miðað er við að vara sé komin aftur í hendur seljanda innan 14 daga frá því varan var afhent skráðum viðtakanda. Endurgreiðsla í formi inneignarnótu er afhent ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og vara er er móttekin. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. Hafið samband ef einhverjar spurningar vakna. 

 

Trúnaður:

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.